The official Illustrator is officially now an unofficial illustrator, not in Reykjavík. New blog with new illustrations, brought to you every day here, online!

The official Illustrator is officially now an unofficial illustrator, not in Reykjavík. New blog with new illustrations, brought to you every day here, online!Bók Hirðteiknarans fæst núna í SPARK Design Space á Klapparstíg og kostar 2500 kr. Einnig má versla beint af Hirðteiknara og er áhugasömum bent á að senda tölvupóst þess efnis. Bókin verður á næstu dögum einnig sett í sölu á internetinu. Nb! Allir textar eru bæði á íslensku og ensku. Sýnishorn úr bókinni má skoða með því að smella á myndina.

The Official Illustrator of Reykjavík-book is now available in SPARK Design Space for ISK 2500. It is also possible to buy the book directly from the Official Illustrator, those interested are kindly advised to send an e-mail. The book will also be put for sale online soon. NB! All texts are written in Icelandic and English. Click the image for a closer look.


BÓK!

BÓK!Bók!

 

Þann 6. október næstkomandi kemur út bók eftir Hirðteiknara Reykjavíkurborgar, en sú verður lokarúsínan í pylsuenda sumarsins. Bókin mun innihalda úrval hirðteikninga og viðeigandi texta. Svona “sagan á bak við myndina”, bæði á íslensku og ensku. Bókin verður gefin út af FÍT, Félagi íslenskra teiknara, sem hluti af ritröð félagsins. Hér má lesa meira um það. Húrra!

On the 6th of October the Official Illustrator of Reykjavík City will launch a Official Illustrated Reykjavík City book. The book will contain best-of illustrations and the story behind them, both in Icelandic and English. The book will be published by the Association of Icelandic graphic designers.


Sýningarlok og sýningarmyndir

Á laugardaginn lýkur sýningu Hirðteiknarans í SPARK, þá verður sett upp eitthvað nýtt og fallegt. Eftirstandandi hirðteikningar munu flytja niður í neðri deild gallerísins og vera þar til sýnis og sölu í óákveðinn tíma. Sýningarhaldið gekk vonum framar, gestirnir voru ófáir og frábærir og margir hverjir tóku með sér teikningar heim – Hirðteiknarinn þakkar þeim öllum kærlega fyrir komuna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar valdar myndir af herlegheitunum (ljósmyndasmiður: Fanney Karlsdóttir).
Sýningaropnunarþakkir

KÆRAR ÞAKKIR fyrir komuna á opnun sýningarinnar í gær, kæru gestir og aðrir vegfarendur. Hirðteiknarinn er glaður, hrærður og með harðsperrur í brosvöðvunum. Um fimmtíu myndir seldust, enn eru margar eftir og munu þær hanga uppi til 10. september eða á meðan birgðir endast.